Menu
Múffur með skinku, osti og tómötum

Múffur með skinku, osti og tómötum

Þessar múffur eru frábærar með góðu salati.

Innihald

6 skammtar
hveiti
lyftiduft
salt
smjör
mjólk
ólífuolía
saxaðar ólífur
saxaðir sólþurrkaðir tómatar eða ferskir
skinka
rifinn pizzaostur frá Gott í matinn
kotasæla

Skref1

  • Hitið ofninn í 180°C.
  • Hnoðið saman hveiti, lyftidufti, salti og smjöri.

Skref2

  • Velgið saman mjólk og ólífuolíu og blandið saman við.

Skref3

  • Bætið við ólífum, sólþurrkuðum tómötum, rifinni skinku, kotasælu og ¾ af ostinum.
  • Setjið í muffinsform og stráið restinni af ostinum yfir.

Skref4

  • Bakið við 180°C í 20-25 mínútur.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson