Menu
Múffur með Nutella og bláberjum

Múffur með Nutella og bláberjum

Innihald

1 skammtar
mjúkt smjör
sykur
egg
vanilludropar
hveiti
salt
lyftiduft
Nutella, u.þ.b.
fersk eða frosin bláber

Aðferð

  • Hitið ofn í 160 gráður. Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst. Bætið eggjum saman við og hrærið vel, best að setja eitt egg í einu og hræra á milli. Þá koma vanilludroparnir og hrært skal vel saman. Þurrefnin eru næst og hrærið í kekkjalausa blöndu. Athugið að Nutella fer ekki saman við deigið!
  • Fyllið múffuform að 3/4 hlutum. Setjið kúfaða teskeið af Nutella ofan á hverja köku. Takið tannstöngul og hrærið varlega ofan í deigið, byrjið neðst og hrærið upp þannig að deig og Nutella blandist aðeins saman. Með þessu skal nást fallegt marmarakökumynstur í hverja köku. Ef þið viljið bláber í múffurnar, leggið þá nokkur ofan á hverja köku og þrýstið þeim ofan í deigið.
  • Bakið í 20-25 mínútur en fylgist vel með og stingið prjóni í miðjuna á einni til að sjá hvort hann komi hreinn út. Þá eru þær tilbúnar. Gætið að því að baka þær ekki of mikið, þá verða þær þurrar. Á þessar kökur þarf ekkert krem þar sem Nutella gegnir líka hlutverki kremsins og þær eru mjúkar og "djúsí".

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir