Ég fæ ekki nóg af mozzarella osti. Hann er eitt af því sem ég á alltaf til í ísskápnum og er elskaður jafn heitt af öllum fjölskyldumeðlimum. Ég hef prófað hann í ótal útgáfum og finnst hann næstum alltaf eiga við.
Þessar snittur taka ostinn þó upp í alveg nýjar hæðir og er samsetningin af ferskum Mozzarella, chilli, kúrbít og myntu, eitthvað sem allir þurfa að prófa!
| súrdeigsbrauð (eða 8 minni) | |
| hvítlauksrif | |
| mozzarellaostur | |
| lítill kúrbítur, skorinn í þunnar sneiðar með ostaskera | |
| rifinn parmesanostur | |
| ólífuolía | |
| fersk mynta, söxuð | |
| salt og pipar |
| rauður chilipipar (1-2) | |
| hvítvínsedik | |
| vatn | |
| sykur | |
| sjávarsalt |
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir