Menu
Mozzarella salat

Mozzarella salat

Litríkt, ljúffengt og svona líka ljómandi gott salat með djúpsteiktum mozzarellakúlum. Þetta salat hittir beint í mark hjá okkur - og vonandi ykkur líka! 

Innihald

1 skammtar

Mozzarellasalat

djúpsteiktar mozzarellakúlur
klettasalat
kirsuberjatómatar
hráskinka
basilíka
virgin ólífuolía
balsamik gljái
salt og pipar eftir smekk

Djúpsteiktar mozzarellakúlur

mozzarellakúlur í dós (2x180 g)
hveiti
pískuð egg
fínn brauðraspur
salt, pipar og hvítlauksduft
steikingarolía

Mozzarellasalat

  • Setjið salatið í skál og skerið tómatana niður ásamt hráskinkunni.
  • Klippið vel af basiliku yfir allt saman og setjið ólífuolíu, balsamik gljáa og krydd eftir smekk.

Djúpsteiktar mozzarellakúlur

  • Þerrið mozzarellakúlurnar og raðið öllum á disk.
  • Kryddið brauðraspinn eftir smekk og setjið hveiti í eina skál, pískuð egg í næstu og síðan kryddaðan brauðrasp í þá þriðju.
  • Veltið kúlunum næst upp úr hveiti, hristið það vel af, dýfið næst í eggið og svo brauðraspinn.
  • Gerið þetta við allar kúlurnar á meðan olían hitnar og raðið þeim á disk.
  • Þegar olían er orðin vel heit má lækka hitann í meðalháan, setja eins og 8 kúlur út í olíuna í einu og steikja þær þar til hjúpurinn fer aðeins að gyllast (um 30 sekúndur). Takið svo kúlurnar upp úr og leggið á disk.
  • Best er að bera salatið fram á meðan kúlurnar eru volgar.
Djúpsteiktar mozzarellakúlur

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir