Menu
Mozzarella sælkerapizza

Mozzarella sælkerapizza

Ferskur mozzarella og basilíka eiga svo einstaklega vel saman.

Innihald

2 skammtar
pizzadeig
döðlur
pizzasósa
stór mozzarella kúla
hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
pepperóní
fersk basilíka

Aðferð:

  • Fletjið út pizzadeigið vel þunnt og leggið á pappírsklædda ofnplötu.
  • Á hvern botn fer pizzasósa, pepperóní, ferskur mozzarellaostur í sneiðum, niðurskornar döðlur og rjómaostur frá Gott í matinn.
  • Bakið pizzuna við 210°C í 12-15 mínútur.