Menu
Mozzarella jólastafur

Mozzarella jólastafur

Jólin nálgast og hvað er betra en bjóða fjölskyldu og vinum upp á næringarríka forrétti eða meðlæti með jólamatnum, í jólaboðið eða hittinginn. Mozzarellakúlur henta einstaklega vel í fallegan og bragðgóðan jólastaf sem setur skemmtilegan svip á veisluborðið á aðventunni.

Innihald

1 skammtar
mozzarella kúla 120 g (2-3 stk.)
tómatar
salt og pipar
ólífuolía
balsamik gljái

Aðferð

  • Magnið fer svolítið eftir hversu stóran staf þú vilt búa til.
  • Ég notaði um tvær og hálfa mozzarellakúlu (þessar stóru) í minn jólastaf og þrjá tómata.
  • Osturinn og tómatarnir skornir í sneiðar og raðað á víxl, olíu og balsamik gljáanum hellt yfir og svo kryddað með salti og pipar.
  • Það er gott að bera jólastafinn fram með ristuðu snittubrauði.

Höfundur: Helga Magga