Menu
Mozzarella borgari með mögnuðum sósum

Mozzarella borgari með mögnuðum sósum

Ef þér finnst vera kominn tími til að prófa nýja samsetningu á borgarann mælum við með þessum mozzarellafylltu hamborgunum með jarðarberjachutney, jógúrtsósu og sætkartöfluflögum.

Innihald

4 skammtar

Hamborgarar

nautahakk eða lambahakk
skallottulaukar, fínsaxaðir
mynta, fínsöxuð
ítölsk steinselja (eða önnur) fínsöxuð
sjávarsalt og svartur pipar
mozzarellaostur, skorin í fjóra jafna bita
beikonsneiðar (8-12 stk)

Jarðarberjachutney

jarðarber
hunang
balsamikedik
mynta (3-4 msk), fínsöxuð
svartur pipar, eftir smekk

Jógúrtsósa

grísk jógúrt frá Gott í matinn
majónes
rjómi frá Gott í matinn
mynta, fínsöxuð
kóríander, fínsaxað
vænt hvítlauksrif, marið
sjávarsalt og svartur pipar

Sætkartöfluflögur

sæt kartafla, skorin í örþunnar sneiðar t.d. með mandólíni eða ostaskera
ólífuolía (rúmlega msk)
sjávarsalt

Meðlæti

hamborgarabrauð
ferskt salat
tómatar, skornir í sneiðar
lárpera (avocado), skorin í sneiðar

Hamborgarar

  • Blandið fyrstu fjóru hráefnunum saman. Saltið og piprið.
  • Myndið með höndunum 8 kúlur. Fletjið þær aðeins út og setjið 1 mozzarellabita í miðjuna á 4 kúlum. Leggið hinar 4 sneiðarnar yfir og lokið vandlega fyrir með því að þrýsta samskeytum saman.
  • Vefjið beikonsneiðunum utan um hamborgarana.

Jarðarberjachutney

  • Setjið jarðarberin í skál og hakkið gróflega með gaffli.
  • Bætið hinum hráefnunum saman við og hrærið varlega.

Jógúrtsósa

  • Hrærið fyrstu sex hráefnin saman.
  • Smakkið til með salti og pipar.

Sætkartöfluflögur

  • Stillið ofninn á blástur og hitið í 210°.
  • Setjið kartöfluflögurnar á tvær bökunarplötur klæddar bökunarpappír.
  • Hellið ólívuolíu yfir og sáldrið salti ofan á.
  • Bakið í 20 mínútur.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir