Menu
Möndluhúðaðar sultukökur

Möndluhúðaðar sultukökur

Þessi smákökuuppskrift hitti algjörlega í mark hjá okkur hjónum! Ótrúlega fljótlegar, sérlega einfaldar, fallegar og ljúffengar sultukökur með grunnuppskrift að botni sem hægt er að nota á ýmsa vegu. Það tók rétt um 15 mínútur að gera deigið og koma kökunum í ofninn. Næst langar mig að prófa að setja aðra sultu og jafnvel Nutella ofan í kökurnar.

Innihald

18 skammtar
mjúkt smjör
sykur (1,2 dl)
vanilludropar
egg, hvíta og rauða skildar að
hveiti
möndluflögur
sulta að eigin vali

Skref1

  • Hitið ofn í 180 gráður.
  • Hrærið saman smjör og sykur það til létt og ljóst.
  • Aðskilið egg, hrærið rauðu og vanilludropa saman í lítilli skál áður en eggjarauðunni er hellt saman við smjörblönduna og allt hrært vel saman.
  • Geymið hvítuna.

Skref2

  • Hrærið hveiti saman við smjörblönduna og hnoðið þar til úr er orðið gott deig.
  • Hér getið þið rúllað deiginu upp í lengju og skorið það niður eða einfaldlega tekið litla deigkúlu og rúllað henni í höndunum.
  • Dífið hverjum bita í eggjahvítu og þá í möndluflögur, setjið á pappírsklædda bökunarplötu.
  • Búið til holu ofan í hverja köku með fingrinum.
  • Setjið sultudropa ofan í kökuna.

Skref3

  • Bakið í 10 mínútur eða þar til kökurnar fá á sig gullinn blæ.
  • Athugið að þær eiga að vera lungamjúkar að innan.
  • Kælið áður en þið berið fram og njótið því sultan er brennandi heit!

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverrisson