Menu
Möffins með kaffijógúrt

Möffins með kaffijógúrt

Einfaldar og einstaklega mjúkar möffins sem innihalda Óskajógúrt með kaffibragði. 

Innihald

24 skammtar
smjör við stofuhita
sykur
egg
Óskajógúrt með kaffibragði
hveiti
salt
matarsódi
vanilludropar
saxað suðusúkkulaði

Skref1

  • Hitið ofninn 175°C.

Skref2

  • Þeytið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst.

Skref3

  • Bætið eggjunum saman við einu í einu og skafið niður á milli.

Skref4

  • Setjið þá þurrefnin, vanilludropana og jógúrtið saman við og blandið vel.

Skref5

  • Vefjið að lokum súkkulaðinu í blönduna með sleif og skiptið niður í form.
  • Bakið í um 20 mínútur.
Skref 5

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir