Menu
M&M bollakökur

M&M bollakökur

Þessar bollakökur eru tilvaldar barnaafmæli þar sem þær eru frekar fljótlegar og auðveldar og svo skemmir ekki fyrir hveru litríkar og bragðgóðar kökurnar eru.

Innihald

24 skammtar
hveiti
lyftiduft
salt
smjör við stofuhita
sykur
egg
vanilludropar
mjólk
m&m, annað hvort heil eða skorin gróft.

Krem

smjör við stofuhita
flórsykur
vanilludropar
rjómi frá Gott í matinn
m&m skorin smátt (einnig gott að setja í matvinnsluvél)

Skref1

 • Raðið bollakökuformunum á bökunarplötu.
 • Hrærið smjör og sykur vel saman þangað til blandan verður ljós og létt.
 • Bætið einu og einu eggi saman við og hrærið vel á milli, bætið svo vanilludropum saman við.
 • Blandið hveitiblöndunni varlega saman við ásamt mjólkinni, setjið smá af hvoru tveggja og hrærið á milli.
 • Bætið m&m saman við og hrærið með sleif.
 • Setjið deigið í formin og passið að fylla þau ekki meira en 2/3.
 • Bakið í u.þ.b. 20 mínútur eða þar til kökurnar eru orðnar gylltar að lit.

Skref2

 • Svo búum við til smjörkremið.
 • Hrærið smjörið þangað til það er orðið mjúkt og fínt.
 • Bætið smá og smá af flórsykri saman við og hrærið vel á milli.
 • Bætið saman við vanilludropum og rjóma og hrærið vel.
 • Bætið saman við m&m bitunum.

Skref3

 • Þegar kökurnar hafa verið kældar þá er kremið sett á.
 • Gott er að setja eina matskeið ofan á hverja köku og skreyta með m&m, en einnig er hægt er að sprauta kreminu á kökurnar með sprautupoka og stút að eigin vali.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir