Menu
Mjúk bananakaka með kremi sem bráðnar í munni

Mjúk bananakaka með kremi sem bráðnar í munni

Ég er eiginlega orðlaus yfir þessari köku hún er svo góð, með betri kökum sem ég hef bakað - og já bara smakkað! Ég er varla að tíma að deila henni með öðrum þar sem mig langar að borða hana alla ein.. Mæli með að þið skellið í þessa við næsta tækifæri.

Innihald

12 skammtar

Kaka:

hveiti
lyftiduft
salt
kanill
smjör við stofuhita
sykur
stór egg við stofuhita
vanilludropar
bananar miðlungsstórir og vel þroskaðir

Krem:

smjör
flórsykur
sjávarsalt
vanilludropar
kaldur rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
kanill

Skraut, ef vill:

brytjaðar pekanhnetur, aðrar hnetur eða karamellusósa

Kaka, aðferð

 • Hitið ofninn 180°C blástur.
 • Það er gott að byrja á að brúna smjörið sem er í kreminu þar sem það þarf að fara inn í frysti í 45 mínútur.
 • Blandið saman í skál hveiti, lyftiduft, salt og kanil.
 • Stappið bananana vel saman á disk.
 • Í hrærivélinni hrærið saman sykur og smjör, þegar blandan er orðin ljós bætið þá eggjum saman við, einu í einu og vanilludropum.
 • Bætið hveitiblöndunni við og hrærið á litlum hraða, í lokin fara bananarnir út í og þeim er hrært saman við með sleif.
 • Kakan er sett í tvö smurð form og inn í ofn í 20-25 mínútur eða þar til kakan hefur tekið lit og bökuð í gegn, gott að stinga gaffli til að ath.

Krem, aðferð

 • Það sem gerir kremið svona gott er smjörið, en þetta er aðeins öðruvísi krem þar sem smjörið er brúnað á pönnu.
 • Smjörið er sett á pönnu á miðlungs hita og hrært vel með sleif þar til smjörið byrjar að brúnast aðeins, þá er smjörið sett í skál og inn í frysti í 45 mínútur.
 • Þegar smjörið er orðið þétt þá er það tekið út og sett í hrærivélina og hrært í mínútu þar til það er loftkennt eða „fluffy“, þá er öllu nema rjómaosti bætt út í og hrært saman.
 • Í lokin fer rjómaosturinn saman við og gott er að seta hann ofan í í þremur hlutum og hræra á milli.
 • Ef kremið (einnig kallað frosting) er of lint er gott að kæla það aðeins áður en það er sett á kökuna, betra er að hafa kremið stíft.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir