Menu
Mexíkóskur ofnréttur

Mexíkóskur ofnréttur

Bragðgóður réttur sem hentar vel sem kvöldmatur eða smáréttur á hlaðborð.

Innihald

4 skammtar

Hráefni

rjómaostur
smjör
meðalstór laukur, saxaður
rauð paprika
gott nautahakk
Taco seasoning mix
niðursoðnir saxaðir tómatar
hvítlauksrif, marin
sykur
nokkrir dropar af tabascosósu, má sleppa eða nota varlega þegar börn eru annars vegar
sjávarsalt og svartur pipar, eftir smekk
gratínostur
niðursoðið jalapeno, saxað
vorlaukar, skornir í þunnar sneiðar eða 10 cm bútur af blaðlauk, skorinn í þunnar sneiðar
svartar ólífur, eftir smekk og skornar í sneiðar

Tillögur að meðlæti

ferskt salat
sýrður rjómi
guacamole
salsasósa
límónubátar
tortillakökur, salatblöð eða nachos-flögur

Skref1

  • Stillið ofn á 200°C. Smyrjið botn á eldföstu móti með rjómaosti og leggið til hliðar.
  • Setjið smjör á heita pönnu og mýkið lauk og papriku.
  • Blandið nautahakkinu saman við og steikið áfram.
  • Þegar kjötið er steikt sáldrið Taco kryddblöndunni yfir og hrærið í.
  • Bætið síðan út á pönnuna: niðursoðnum tómötum, sykri, hvítlauk, örlítilli tabascosósu, salti og pipar.
  • Látið malla án loks í 10 mínútur á meðalhita eða þar til mest allur vökvi hefur gufað upp.

Skref2

  • Dreifið hakkblöndunni yfir rjómaostinn í eldfasta mótinu og dreifið osti, vorlauk, ólífum og jalapeno jafnt yfir.
  • Bakið í 15-20 mínútur.
  • Séu tortillakökur notaðar er gott að hita þær aðeins á þurri pönnu og skera þær í þríhyrninga en það má auðvitað nota heilar kökur líka og rúlla þeim upp.
  • Á kökurnar er síðan settur sýrður rjómi, ferskt salat, ofnrétturinn og límónusafi.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir