Menu
Mexíkóskur grænmetisréttur í stökkri tortillu

Mexíkóskur grænmetisréttur í stökkri tortillu

Rétturinn er fyrst ofnbakaður og síðan settur í stökkar tortillaskálar. Hver og einn getur síðan brotið bita af skálinni og notað hann til að borða upp úr dýrðinni. Eins mætti sleppa tortillaskálinni og bera réttinn fram með nachosflögum og límónusósunni eða sýrðum rjóma eða grískri jógúrt.

Innihald

4 skammtar
sætar kartöflur, ekki of stórar
cheddar ostur, rifinn
matreiðslurjómi frá Gott í matinn
mjúkt smjör
sjávarsalt og svartur pipar
olía
rauðlaukur, fínsaxaður
lítil rauð paprika, skorin í litla bita
sellerí, smásaxað
hvítlauksrif, fínsaxað
svartbaunir eða nýrnabaunir
tómatmauk
rauðvínsedik
hunang
cummin
kóríander
chillíduft

Límónusósa

sýrður rjómi eða 2 dl grísk jógúrt frá Gott í matinn
límóna, fínrifinn börkur og safi
hunang
sjávarsalt

Meðlæti

tortillur (4-6 stk.)
ferskt salat eftir smekk
ferskt kóríander eftir smekk, má sleppa

Skref1

 • Stingið í kartöflurnar með gaffli hist og her. Setjið í örbylgjuofn í 13-15 mínútur. Eða skrælið þær, skerið í bita og sjóðið þar til þær eru orðnar meirar.
 • Skafið innan úr kartöflunum (ef þið notið örbylgjuofn).
 • Stappið kartöflurnar og blandið matreiðslurjóma, 2 ½ dl af osti og smjöri saman við. Smakkið til með pipar og salti. Setjið til hliðar.
 • Stillið ofninn á 180°.
 • Hitið olíu á pönnu og steikið rauðlauk, hvítlauk, papriku og sellerí.
 • Skolið baunirnar og bætið þeim út á pönnuna ásamt tómatamaukinu, hunangi, ediki og kryddum.
 • Hrærið og látið malla í u.þ.b 5 mínútur.

Skref2

 • Olíuberið eldfast mót og setjið baunamaukið í.
 • Hyljið með sætkartöflustöppunni. Dreifið restinni af cheddarostinum yfir og bakið í 20-30 mínútur, eða þar til gullið.
 • Spreyið eða penslið tortillakökurnar með olíu og komið þeim fyrir á öfugu muffinsformi (sjá mynd) eða setjið kökurnar ofan í skálar sem þola ofnhita.
 • Bakið í u.þ.b. 10 mínútur.
Skref 2

Skref3

 • Hrærið öllu saman sem á að fara í límónusósuna, smakkið til með salti.
 • Setjið ferskt salat ofan í skálarnar, þá baunamaukið og toppið með kóríander og límónusósu.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir