Menu
Mexíkóskur fiskréttur

Mexíkóskur fiskréttur

Mögulega einfaldasti fiskréttur sem þú hefur eldað og ekki skemmir fyrir hversu vel hann smakkast. Frábær fiskréttur fyrir alla fjölskylduna.

Innihald

4 skammtar
Ýsa eða annar góður fiskur
Sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
Papriku smurostur
Meðalstór laukur
Græn paprika
Handfylli nachos flögur
Salt og nýmulinn svartur pipar

Skref1

  • Skerið ýsuna í bita og raðið í eldfast mót.
  • Kryddið með salti og svörtum pipar.

Skref2

  • Saxið grænmetið og setjið yfir fiskinn.

Skref3

  • Hrærið saman sýrða rjómanum og smurostinum og hellið yfir fiskinn.

Skref4

  • Myljið yfir nachosflögur.
  • Bakið við 180°C í 25 – 40 mínútur (fer eftir því hvort formið er stórt eða lítið)

Höfundur: Árni Þór Arnórsson