Menu
Mexíkóskt kjúklingalasanja með ostasósu

Mexíkóskt kjúklingalasanja með ostasósu

Lasanja er það sem er lagskipt og þessi útfærsla er sett saman úr lögum af mexíkósku góðgæti.

Innihald

4 skammtar
grillaður kjúklingur
mexíkóskt krydd, kryddblanda í poka t.d. fajita seasoning mix
refried beans, maukaðar baunir
vatn
salt
cúmín
jalapeno, smátt saxaður (2-3 msk., má sleppa)
mild salsa sósa
ostasósa
rifinn ostur
tortilla kökur (6-8)
sýrður rjómi
rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
rifinn ostur, sem fer yfir að lokum
spínat, má sleppa

Aðferð

 • Hitið ofn í 180 gráður.
 • Skerið kjötið niður af grillaða kjúklingnum í frekar smáa bita.
 • Hrærið saman baunamauk, cúmín og vatn. Smakkið til með salti. Setjið jalapeno út í.
 • Raðið tortillakökum í botninn á eldföstu móti þannig að þær þeki botninn.
 • Smyrjið baunamauki yfir kökurnar, stráið kjúklingakjöti yfir, þá kryddblöndu, salsasósu og dreifið osti yfir.
 • Endurtakið nema í stað salsasósu fer ostasósa yfir.
 • Ljúkið ferlinu með því að hafa tortillakökur efst.
 • Hrærið saman sýrðan rjóma og rjómaost í potti á lágum hita.
 • Hellið yfir efstu tortillakökuna. Stráið osti og smá spínati yfir að lokum.
 • Bakið í ofni í 30 mínútur.
 • Berið fram heitt.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir