Menu
Mexíkóskar tortillur með avocadosósu

Mexíkóskar tortillur með avocadosósu

Hver elskar ekki mexíkóskan mat sem tekur innan við 30 mínútur að gera? Mexíkóskar tortillur passa við mörg tilefni, bæði í saumaklúbbinn, afmæli eða fyrir fljótlegan og léttan kvöldmat. Tortilla kökurnar eru stökkar sem gerir þær ennþá betri og gott er að bera þær fram með avovadosósu, guacamole, auka salsa og jafnvel nachos flögum.

Innihald

5 skammtar
ólífuolía
rauðlaukur
laukur
hvítlauksgeirar
gular baunir (hálf dós maískorn)
kjúklingabringur, eldaðar og rifnar niður
salsasósa
sýrður rjómi 10% frá Gott í matinn
Mexíkósk ostablanda frá Gott í matinn
tortillur (10-12 stk.)

Avocadosósa

avocado
sýrður rjómi 10% frá Gott í matinn
af ferskum kóríander
guacamole dip mix
safi úr einni límónu

Skref1

 • Hitið ofninn í 180 gráður og setjið bökunarpappír á ofnplötu.
 • Setjið olíu á pönnu og hitið við meðalháan hita.
 • Skerið niður lauk og hvítlauk og steikið ásamt baunum þar til laukurinn er aðeins farinn að eldast.

Skref2

 • Mjög fljótlegt er að nota tilbúinn kjúkling og nýta bringurnar af kjúklingum og rífa niður og setja á pönnuna. Ef ekki eru tvær bringur steiktar eða grillaðar og rifnar niður og settar út á pönnuna.
 • Setjið því næst salsasósu og sýrðan rjóma á pönnuna og blandið öllu vel saman.
 • Takið pönnuna af hitanum og blandið ostinum saman við og hrærið vel saman.

Skref3

 • Smyrjið hverja tortillu fyrir sig og vefjið þeim upp og setjið á ofnplötuna.
 • Bræðið smjör og penslið því yfir hverja tortillu fyrir sig og eldið í rúmar 15 mínútur eða þar til vefjurnar eru orðnar gylltar að lit.
 • Tortilla kökurnar eiga að vera stökkar svo gott er að hafa þær aðeins lengur en venjulega til að fá stökka áferð.

Skref4

 • Á meðan vefjurnar eru í ofnum er gott að búa til sósuna.
 • Setjið öll innihaldsefni í matvinnsluvél og blandið saman þar til sósan er orðin slétt og fín.
 • Berið réttinn fram með avacadosósu, ferskum kóríander og rauðlauk.
Skref 4

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir