Menu
Mexíkósk salsa ídýfa

Mexíkósk salsa ídýfa

Virkilega góð og fersk ídýfa. Það er mjög gott að setja sweet chilli sósuna og rifna mozzarella ostinn í skálar til að hafa til hliðar ef fólk við bæta við. 

Innihald

6 skammtar
rjómaostur frá Gott í matinn
sýrður rjómi (18%) frá Gott í matinn
Mexíkóostur frá MS
salsasósa (hálf til heil krukka, eftir smekk)
ítölsk hvítlauksblanda
rauð paprika
gul paprika
agúrka
rauðlaukur
Rifinn mozzarellaostur frá Gott í matinn
Kóríander eftir smekk

Aðferð

  • Hrærið rjómaostinum, sýrðar jómanum og hvítlauksblöndunni saman.
  • Setjið í botninn á til dæmis eldföstu móti eða skál.
  • Rífið mexíkóost og sáldrið yfir.
  • Hellið salsasósu yfir þar til búið er að þekja rjómaostablönduna.
  • Hellið síðan sweet chilli sósunni létt yfir.
  • Skerið grænmetið nema kóríanderinn, blandið saman og setjið yfir.
  • Sáldrið mozzarella osti yfir ásamt nokkrum kóríanderblöðum.
  • Ídýfan er borin fram með nachos eða doritos.
  • Mjög gott að setja sweet chilli sósuna og rifna mozzarella ostinn í skálar til að hafa til hliðar ef fólk við bæta við.
  • Njótið!

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir