Menu
Mexíkósk partýídýfa með cheddar osti

Mexíkósk partýídýfa með cheddar osti

Frábær ídýfa sem tekur aðeins eina mínútu að útbúa og slær í gegn í partýinu, saumaklúbbnum eða á kósíkvöldi fjölskyldunnar.

Innihald

1 skammtar
hreinn rjómaostur frá MS
rifinn cheddar ostur frá Gott í matinn
sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
hot taco salsa sósa

Aðferð

  • Setjið öll hráefni saman í skál og hrærið saman.
  • Hellið í eldfast mót og dreifið úr blöndunni.
  • Eldið í 200°C heitum ofni í 25 mínútur eða þar til osturinn er farinn að búbbla og orðinn gylltur á lit.
  • Berið fram með nachos flögum.
Aðferð

Höfundur: Berglind Guðmundsdóttir