Menu
Mexíkósk matarveisla

Mexíkósk matarveisla

Ristaðar mexíkóskar flatkökur eru aðeins frábrugðnar taco en þó ekki svo. Þær eru einstaklega ferskar og góðar, bornar fram með avacado og pica de gallo. Hver og einn getur þó sett það sem þeir vilja á sína flatköku. Rétturinn er fljótlegur, en best er þó að gefa sér smá tíma til að marinera kjúklinginn. Til að toppa þetta er gott að bjóða upp á grillaðan maís með einstaklega góðri sósu úr sýrðum rjóma og ostakubbi.

Innihald

4 skammtar

Ristaðar tortillur

litlar mexíkóskar tortillur
rifinn mozzarellaostur frá Gott í matinn
avocado
nachos snakk
sósur að vild

Kjúklingur og marinering

úrbeinaðar kjúklingalundir
hvítlauksgeirar, pressaðir
ólífuolía
bbq sósa
chilikrydd
paprikukrydd
salt og pipar

Pica de gallo

stórir þroskaðir tómatar
rauðlaukur
handfylli af kóríander
hvítlauksgeirar
safi úr einni límónu
salt og pipar

Grillaður maís

maísstönglar
sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
majónes
ostakubbur frá Gott í matinn
hvítlauksgeirar
börkur af einni límónu
límónusafi
chili krydd
salt
handfylli af kóríander

Kjúklingur og marinering

  • Blandið öllu saman í skál og hrærið saman.
  • Hellið blöndunni yfir kjúklinginn og setjið plastfilmu yfir.
  • Gott er að leyfa kjúklingnum að liggja í marineringunni í allavega klukkustund, má einnig bíða yfir nótt.
  • Grillið kjúklinginn þar til hann er full eldaður og skerið svo gróflega niður.

Pica de gallo

  • Skerið innan úr tómötunum og skerið þá svo smátt niður ásamt rauðlauknum.
  • Saxið kóríander smátt niður og hrærið saman, ásamt hvítlauk, safa úr límónu, salti og pipar.
  • Blandið öllu vel saman.

Grillaður maís

  • Grillið maísstönglana eins og ykkur þykir best.
  • Blandið öllum hráefnum saman í skál, saxið kóríander smátt niður ásamt ostakubbnum og hrærið öllu vel saman.
  • Smyrjið blöndunni á maís stönglana.
  • Gott er að setja aðeins meira af kóríander og mulinn ostakubb yfir hvern og einn stöngul.

Ristaðar tortillur og samsetning

  • Grillið tortillurnar, gott er að gera þær örlítið stökkar. Þegar önnur hliðin er búin að grillast, snúið þeim við og setjið rifinn mozzarellaost yfir og látið bráðna.
  • Takið tortillurnar af og setjið niðurskorinn kjúkling ofan á ostinn ásamt pica de gallo, niðurskornu avocado og muldu nachos snakki.
  • Gott er að setja t.d. hvítlauks majónes ofan á eða jalapeno límónu majones.
Ristaðar tortillur og samsetning

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir