Menu
Marensrúlluterta með berjum og rjóma

Marensrúlluterta með berjum og rjóma

Sérlega einfaldur og fljótlegur eftirréttur sem hverfur á augabragði ofan í matargesti. Það tekur skemmri tíma að útbúa þessa tertu, en að hlaupa út í búð eftir ís.

Innihald

8 skammtar

Marens

eggjahvítur
sykur
kókosflögur

Fylling

rjómi eða 2,5 dl rjómi og 2,5 dl grísk jógúrt
bláber
flórsykur til skrauts

jarðarber

Skref1

 • Stillið ofn á 200°C.
 • Strjúkið innan úr hrærivélarskálinni með hvítvínsediki eða sítrónusafa til að losna við alla fitu sem kann að vera í skálinni – besta ráðið fyrir fullkominn marens. Stífþeytið eggjahvítur og bætið sykrinum saman við smátt og smátt, t.d. ein matskeið í einu á 30 sekúnda fresti.
 • Leggið bökunarpappír á ofnplötu og dreifið marensinum þar ofan á.
 • Viðmiðunarstærð er 40x30 cm en má vera minni.
 • Setjið plötuna í efstu rim í ofninum og bakið í 8 mínútur við 200°.

Skref2

 • Takið þá plötuna út og dreifið kókosflögum yfir marensinn.
 • Lækkið hitann á ofninum í 160° og bakið áfram í miðjum ofni í 10 mínútur.
 • Á meðan er rjóminn léttþeyttur, ýmist handþeyttur eða með þeytara/í hrærivél.

Skref3

 • Þegar marensinn er tilbúinn er honum hvolft á bökunarpappír og látinn kólna.
 • Rjómanum er síðan smurt á og gómsætum berjum dreift dreift yfir.
 • Að lokum er kökunni rúllað upp og flórsykri sáldrað yfir.
 • Ef þú hefur tíma smá skera niður ber og skreyta rúllutertuna með þeim, en tertan smakkast alveg jafn vel án þess.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir