Menu
Marengsterta með þrist og jarðarberjum

Marengsterta með þrist og jarðarberjum

Marengsterta er held ég sú terta sem hefur tryggt sér sitt pláss á flestum veisluborðum á Íslandi en hún og heitir brauðréttir eru klárlega toppurinn á góðri veislu og gildir þá einu hvort um sé að ræða litla veislu fyrir nánustu fjölskyldu eða stórveislur.

Innihald

1 skammtar

Marengs

eggjahvítur
púðursykur
sykur

Fylling

rjómi frá Gott í matinn
þristur
jarðarber
karamellusósa

Marengs

 • Stillið ofn á 150°C blástur. Setjið öll hráefnin saman í hreina hrærivélarskál og þeytið þangað til að marengsinn er orðinn stífur, alveg stífur.
 • Gott er að teikna hring á bökunarpappír til að styðjast við, fyrir þetta magn 20-25 cm hring. Gott að nota matardisk eða það sem er manni nálægt til að teikna hringinn.
 • Ef þið hyggist gera efri botninn líkt og sjá má á myndum, setjið rúmlega helminginn af marengsinum í sprautupoka með rósar stút (2D) og sprautið rósum óreglulega í hring, fyllið síðan upp með dropa af marengs.
 • Takið restina af marengsinum og smyrjið á bökunarpappírinn og styðjist við hringformið.
 • Bakið í 40 mín og ekki opna ofninn meðan marengsinn bakast.
 • Opnið ofninn og leyfið marengsinum að hvíla eftir bakstur.

Fylling

 • Þeytið rjómann og skerið niður þrista og jarðarber, tiltölulega smátt.
 • Ef þið útbúið karamellusósu er gott að gera það áður svo hún bræði ekki rjómann, en leyndarmálið mitt er að ég nota tilbúna sósu í þennan marengs, alltaf!

Samsetning

 • Setjið örlítinn rjóma á kökudiskinn og síðan fyrsta botninn, en þetta er gert til að marengsinn sitji kyrr á disknum.
 • Dreifið rjómanum yfir botninn, síðan þristum og jarðarberjum og loks vel af karamellusósu yfir allt.
 • Takið þá efri marengsinn og tyllið ofan á.
 • Geymið í kæli þangað til að kakan er borin fram.
Samsetning

Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir