Menu
Marengsterta með Nutella og Nóa kroppi

Marengsterta með Nutella og Nóa kroppi

Marengs er algjört sælgæti að okkar mati og þessi útfærsla fær 10 stig af 10 möguleikum!

Innihald

12 skammtar

Marengs

eggjahvítur
púðursykur
lyftiduft

Toppur

Nutella, kúfaðar eða meira ef þið viljið
rjómi frá Gott í matinn, þeyttur
flórsykur
Nóa kropp með pipardufti (180 g)
súkkulaðisíróp

Skref1

  • Hitið ofninn í 150 gráðu hita og setjið smjörpappír á bökunarplötu.
  • Hrærið eggjahvíturnar þar til þær verða að hálfgerðri froðu.
  • Bætið púðursykrinum saman við, eina msk. í einu og hrærið vel á milli.
  • Hrærið þar til marengsinn er orðinn stífur og stendur.
  • Bætið lyftiduftinu saman við og hrærið vel.
  • Setjið marengsinn á bökunarplötuna og myndið jafnan hring, gott era ð móta hring með t.d. hringlaga kökuformi.
  • Bakið í ca.50 mín. eða þar til maregnsinn er þurr viðkomu.
  • Kælið marengsinn alveg og leyfið honum að jafna sig áður en þið takið hann af plötunni.

Skref2

  • Setjið marengsinn á kökudisk og smyrjið Nutella yfir botninn.
  • Þeytið rjóma þar til hann verður stífur, hrærið flórsykri saman við með sleif.
  • Setjið rjómann á marengsinn, Nóa kropp ofan á rjómann og sprautið súkkulaðisírópi yfir.
  • Þeir sem vilja ekta súkkulaði geta brætt 100 g af dökku súkkulaði yfir vatnsbaði og slett yfir kökuna.
  • Geymið í kæli þar til kakan er borin fram.
  • Gott er að setja á marengsinn deginum áður.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir