Menu
Marengsbomba með vanillurjóma og rabarbara

Marengsbomba með vanillurjóma og rabarbara

Sumarleg marengsbomba með þjóðlegu rabarbaramauki.

Hér er um að gera að nýta rabarbarann úr garði nágrannans eða þennan sem er innst í frystinum síðan í fyrrasumar!

Innihald

4 skammtar
Tilbúinn marengs

Rabarbaramauk:

Sykur
Safi og börkur af einni appelsínu
Rabarbari, skorinn í litla bita

Vanillurjómi:

Rjómi frá Gott í matinn
Vanilluextract eða fræ úr einni vanillustöng

Rabarbaramauk:

 • Athugið að það má líka gera deginum áður og geyma í ísskáp.
 • Setjið sykur í pott ásamt appelsínuberkinum og safanum.
 • Hitið við meðalhita það til sykurinn hefur bráðnað að mestu.
 • Bætið rabarbaranum út í og hrærið vel saman.
 • Sjóðið í um 10 mínútur eða þar til rabarbarinn hefur mýkst aðeins og vökvinn gufað upp.
 • Setjið í skál og kælið alveg.

Vanillurjómi

 • Þeytið rjómann ásamt vanillunni í mjúka toppa.

Samsetning

 • Brjótið marengsinn í litla bita.
 • Setjið eftirréttinn saman. Raðið til skiptis í glös eða eina stóra skál, marengs neðst, því næst rabarbara mauki og svo rjómanum. Einnig er gott að hræra dálítið af maukinu saman við helminginn af rjómanum og lagskipta svo eftir smekk.
 • Toppið með myntulaufi og brotnum marengs.
 • Best er að bera réttinn fram fljótlega eftir samsetningu.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir