Menu
Marengs ostakökur með saltkaramellu

Marengs ostakökur með saltkaramellu

Fallegar og dásamlega góðar.

Innihald

12 skammtar

Saltkaramella:

Sykur
Smjör
Rjómi frá Gott í matinn
Salt

Marengs:

Eggjahvítur
Sykur
Vínsteinslyftiduft
Maísenamjöl
Salt

Ostakaka:

Rjómi frá Gott í matinn
Flórsykur
Rjómaostur frá Gott í matinn
Sýrður rjómi frá Gott í matinn
Vanilludropar
Hunangsristaðar hnetur

Söltuð karamella

  • Best er að byrja á karamellunni og leyfa henni að kólna á meðan kökurnar eru bakaðar.
  • Setjið sykur í pott yfir meðalháan hita og hrærið stanslaust þar til sykurinn hefur bráðnað og er orðinn gullinbrúnn að lit.
  • Setjið smjör saman við og hrærið vel saman.
  • Blandið rjómanum varlega saman við og hrærið. Látið karamelluna sjóða í rúma mínútu.
  • Slökkvið undir pottinum og setjið salt saman við og hrærið vel.

Marengs

  • Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og myndið 9 jafnstóra hringi, eða fleiri. Það fer eftir því hversu stórar kökur þú vilt hafa. Stillið ofninn í 120 gráður.
  • Þeytið eggjahvítur ásamt vínsteinslyftidufti og salti. Blandið saman maísenamjöli og sykri í skál. Blandið sykrinum smátt og smátt saman við eggjahvíturnar og þeytið þar til marengsinn er orðinn stífur og stendur.
  • Setjið um 2 msk. af marengs inn í hvern hring sem þú hefur myndað og lagið marengsinn til með skeið.
  • Setjið um 1 tsk. af karamellu ofan á hverja marengsköku og hrærið karamellunni saman við með tannstöngli. Gott er að mynda smá holu í miðjunni á kökunni fyrir ostakökuna.
  • Bakið í 40 mínútur eða þar til marengsinn er orðinn þurr viðkomu.

Ostakaka

  • Þeytið rjóma og flórsykur saman þar til rjóminn stendur. Passið þó að þeyta hann ekki of mikið. Setjið rjómann í aðra skál.
  • Þeytið því næst rjómaostinn ásamt sýrða rjómanum og vanilludropum þar til ostablandan er orðið slétt og fín.
  • Blandið rjómanum saman við ostablönduna með sleif og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Setjið rjómaostablönduna ofan á hverja marengsköku. Um 2 msk.
  • Saxið hneturnar og setjið á hverja köku fyrir sig ásamt karamellu.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir