Menu
Marengs með súkkulaðimús

Marengs með súkkulaðimús

Stökkur marengsbotn þakinn guðdómlegri súkkulaðimús, rjóma og berjum er fyrir alla sem elska sætindi.

Innihald

12 skammtar

Marengsbotn innihald

eggjahvítur
sykur
lyftiduft
Rice Crispies, aðeins mulið

Súkkulaðimús innihald

dökkt súkkulaði
smjör
egg, skilja að hvítur og rauður
flórsykur
rjómi

Skref1

 • Hitið ofn í 150 gráður.
 • Stífþeytið eggjahvítur í tandurhreinni skál.
 • Þegar hvíturnar eru orðnar vel stífar hellið sykrinum í smá skömmtum saman við þær og hrærið á milli.
 • Stráið lyftiduftinu yfir.
 • Hrærið þar til hvíturnar eru mjög stífar og þéttar, í um 8-10 mínútur.

Skref2

 • Hrærið Rice Crispies-kurlinu varlega saman við með sleikju.
 • Notið 22 cm springform undir botninn en klæðið það að innan með bökunarpappír.
 • Setjið marengsinn í formið, smyrjið úr honum.
 • Bakið í 45 mínútur á blæstri og að þeim tíma loknum skal slökkt á ofninum og marengsinn látinn kólna þar.

Skref3

 • Næst er það súkkulaðimúsin.
 • Bræðið saman súkkulaði og smjör á vægum hita og hrærið vel í á meðan.
 • Hrærið eggjarauður þar til léttar í sér og hellið þeim saman við súkkulaðið.
 • Hrærið blönduna vel saman þar til hún er kekkjalaus og gljáandi.
 • Þeytið eggjahvítur þar til mjúkar, hellið flórsykri saman við og hrærið þar til hvíturnar eru vel stífar.
 • Blandið hvítunum varlega saman við súkkulaðiblönduna og hellið loks rjóma saman við.
 • Hrærið vel en varlega þar til hráefnið hefur allt blandast vel saman.

Skref4

 • Hellið súkkulaðimúsinni yfir marengsinn í forminu og látið standa í ísskáp þar til músin er orðin stíf.
 • Skreytið með kúfi af léttþeyttum rjóma og berjum að eigin vali.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir