Menu
Makkarónur og ostur

Makkarónur og ostur

„Mac & Cheese“ eða makkarónur og ostur er einfaldur réttur sem yngsta dóttir elskar! Ég myndi segja að það taki í mesta lagi 20 mínútur að útbúa hann með frágangi og bera á borð!

Innihald

4 skammtar
makkarónupasta
smjör
hveiti
salt
hvítlauksduft
nýmjólk
sýrður rjómi frá Gott í matinn
rifinn cheddarostur frá Gott í matinn

Skref1

  • Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
  • Bræðið smjörið við meðalhita og blandið hveiti, salti og hvítlauksdufti saman í litla skál.
  • Þegar smjörið er bráðið má píska hveitiblöndunni saman við og bæta síðan mjólkinni útí í nokkrum skömmtum.
  • Hækkið hitann örlítið og pískið vel þar til kekkjalaus blanda hefur myndast.

Skref2

  • Bætið þá sýrða rjómanum saman við og pískið aftur þar til kekkjalaust og pískið við meðalhita þar til blandan þykknar örlítið (3-5 mínútur).
  • Takið þá af hellunni og bætið cheddar ostinum saman við, pískið þar til hann er bráðinn.
  • Bætið nú pastanu saman við og blandið saman með sleif/sleikju og njótið strax.
Skref 2

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir