Menu
Magnolia vanillu bollakökur

Magnolia vanillu bollakökur

Þessar ljúffengu og fallegu bollakökur sækja innblástur til Magnolia bakaríanna í New York en þau eru heimsþekkt fyrir bollakökurnar sínar. Hér er á ferðinni skotheld uppskrift að vanillu bollakökum með besta smjörkremi í heimi!

Innihald

24 skammtar
smjör
sykur
egg
hveiti
lyftiduft
maldon salt
mjólk
vanilludropar (1 msk og 1 tsk)

Heimsins besta smjörkrem

smjör við stofuhita
flórsykur
rjómi frá Gott í matinn
vanilludropar
matarlitur að vild

Skref1

 • Hrærið smjörið þangað til það er orðið létt í sér og bætið svo sykrinum saman við og hrærið vel.
 • Bætið einu og einu eggi saman við og hrærið vel á milli.
 • Blandið þurrefnunum saman í skál og blandið saman við hægt og rólega ásamt mjólkinni þangað til öllu hefur verið blandað saman.
 • Bætið því næst vanilludropunum saman við. Passið ykkur á því að hræra ekki of mikið því þá geta kökurnar orðið seigar.

Skref2

 • Raðið annað hvort upp rúmlega 24 stk. bollakökuformum eða tveimur meðalstórum kökuformum og setjið deigið í.
 • Passið ykkur að fylla ekki bollakökuformin meira en 2/3.
 • Bakið við 180 °C í u.þ.b. 20 mín.
 • Það er mjög mikilvægt að baka þær ekki of mikið því þá missa þær rakann sem gerir þær svo mjúkar og góðar, takið þær því út frekar fyrr en seinna.
 • Látið kökurnar kólna alveg áður en kreminu er sprautað á þær.

Skref3

 • Svo er það heimsins besta smjörkremið!
 • Hrærið smjörið þar til það er orðið létt og loftkennt. Þetta er mjög mikilvægt sérstaklega ef þið ætlið að skreyta með kreminu svo að það séu engir harðir smjörkögglar í kreminu þar sem það getur stíflað stútinn.
 • Bætið flórsykrinum smátt og smátt saman við ásamt rjómanum, gott er að hræra vel á milli svo flórsykurinn slettist ekki út um allt.
 • Bætið svo vanilludropunum saman við.
 • Gott er að smakka kremið, ef ykkur finnst það of þykkt þá er hægt að bæta við rjóma, ef það er of þunnt þá bætið þið við flórsykri og ef þið viljið meira vanillubragð þá er um að gera að bæta nokkrum vanilludropum til viðbótar. Það er einnig hægt að nota hvaða bragð sem er fyrir þetta krem.
 • Ef ætlunin er að lita kremið er ágætt að hafa í huga að það þarf rosalega lítið magn af matarlit í kremið og best er að setja lítið í einu og bæta svo bara við ef rétti liturinn er ekki kominn, því það er ekki aftur snúið!
 • Kreminu er svo sprautað á kökurnar og til að gera samskonar rósir og eru á myndinni er notaður sprautustútur nr. 1M.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir