Menu
Lúxusfiskréttur

Lúxusfiskréttur

Hér er á ferðinni gömul og góð uppskrift að sannkölluðum Lúxusfiskrétti úr uppskriftasafni MS.

Innihald

4 skammtar
ýsuflök skorin í bita
rækjur
sveppir, skornir í sneiðar
laukur, smátt saxaður
blaðlaukur, skorinn í sneiðar
smjör
græn paprika, smátt söxuð
rauð paprika, smátt söxuð
gulrætur, skornar í sneiðar
ananaskurl og safi úr hálfri dós
hreinn rjómaostur frá MS
kaffirjómi eða rjómi frá Gott í matinn
salt
sítrónupipar
paprikuduft
karrí
súpukraftur

Aðferð

  • Látið lauk og blaðlauk krauma í smjörinu, bætið papriku, sveppum og gulrótum út í ásamt ananaskurli og safa og látið þetta krauma smástund.
  • Setjið rjóma og rjómaost út í og látið jafnast út.
  • Þá er fiskurinn settur út í, látið krauma í 8-10 mín.
  • Bætið nú rækjunum út í, sjóðið í 1-2 mín.
  • Berið réttinn fram með soðnum hrísgrjónum og salati og góðu brauði.

Höfundur: Gott í matinn