Menu
Lúxusborgarar með Reyki, sultuðum rauðlauk og hvítlaukssósu

Lúxusborgarar með Reyki, sultuðum rauðlauk og hvítlaukssósu

Hér er á ferðinni dúndur samsetning. Það er einstaklega gott að setja ostinn Reyki með mildu reykbragði á hamborgara og sultaði rauðlaukurinn passar mjög vel með. Hvítlaukssósan bindur þetta svo allt saman.

Innihald

4 skammtar
hamborgarar
hamborgarabrauð
Goðdala Reykir
salat
tómatar
súrar gúrkur
köld hvítlaukssósa

Sultaður rauðlaukur

stórir rauðlaukar
ólífuolía
púðursykur
rauðvínsedik
balsamikedik
sojasósa

Skref1

  • Byrjið á að gera sultaðan rauðlauk.
  • Sneiðið laukinn í þunnar sneiðar og steikið í ólífuolíu í litlum potti þar til hann mýkist.
  • Setjið öll innihaldsefnin saman við og sjóðið við vægan hita í 15 mínútur þar til vökvinn hefur soðið niður og laukurinn er orðinn eins og sulta.

Skref2

  • Grillið hamborgarana og setjið á þá vænar sneiðar af Goðdala Reyki og látið bráðna.
  • Setjið hamborgana saman, með salati, tómötum, hvítlaukssósu, sultuðum rauðlauk og súrum gúrkum og njótið!

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir