Amerískar pönnukökur með ávaxtasalati
					
						- Blandið saman í skál hveiti, lyftidufti, salti og sykri. Léttþeytið saman matreiðslurjóma, jógúrt, bræddu smjöri og einu eggi í annarri skál. Hrærið síðan saman við hveitið. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim varlega saman við deigið.
- Látið deigið standa í skálinni 30 mínútur.
- Bræðið klípu af smjöri á pönnu og steikið litlar kökur (um 8-10 cm í ummál og 5 mm á þykkt) Best er að steikja kökurnar á vægum hita, snúið kökunum við þegar deigið er byrjað að þorna í gegn. Haldið þeim heitum undir álpappír í 80°C heitum ofni þar til að allar kökurnar eru steiktar.
- Berið pönnukökurnar fram með niðurskornum ávöxtum og hreinni jógúrt.
Grísk jógúrt með múslí og hunangi
					
						- Skiptið jógúrtinni á milli tveggja skála eða glasa. 
- Sáldrið múslí yfir ásamt hunangi.
Melónusalat með fetaosti
					
						- Skerið vatnsmelónuna og fetakubbinn í 1 cm bita og blandið til helminga. 
- Berið fram í litlum skálum eða glösum. 
- Skreytið með myntublöðum.
Morgun-boozt með hreinni jógúrt
					
						- Handfylli af klökum. 
- Þeytið saman með sprota eða matvinnsluvél. 
- Hellið í glös og berið fram.
            		Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir