Menu
Ljúffengur fiskréttur með rjómaosti og grænmeti

Ljúffengur fiskréttur með rjómaosti og grænmeti

Þessi réttur er tilvalinn í miðri viku. Hann er sérstaklega bragðgóður, fljótlegur og stútfullur af góðri næringu fyrir börn og fullorðna.

Innihald

4 skammtar
ýsuflök
sveppir
laukur
blaðlaukur
rauð paprika
gulrætur
ananaskurl og allur safinn úr dósinni
rjómaostur frá Gott í matinn
rjómi
karrý
fiskikrydd
grænmetiskraftur
íslenskt smjör til steikingar
salt og pipar eftir smekk

Skref1

  • Byrjið á því að steikja laukinn og blaðlaukinn upp úr íslensku smjöri.
  • Bætið sveppum, papriku og gulrótum saman við og steikið áfram í stutta stund.
  • Hellið hálfri dós af ananaskurli út á grænmetið, ásamt öllum safanum úr dósinni.

Skref2

  • Látið malla í 2-3 mínútur og hellið þá rjómanum yfir, ásamt rjómaostinum.
  • Þegar rjómaosturinn hefur bráðnað og sósan orðin töluvert þykkari þá er grænmetiskrafturinn settur út í sósuna, fisknum raðað ofan á og hann kryddaður vel með salti, pipar, karrý og fiskikryddi.

Skref3

  • Ýtið fiskinum aðeins ofan í sósuna og látið malla í 10 mínútur áður en rétturinn er borinn fram.
  • Gott að bera fram með hrísgrjónum og ristuðu brauði.

Höfundur: Tinna Alavis