Þessi ótrúlega einfalda baka er fullkomin sem létt máltíð eða forréttur þegar góða gesti bera að garði. Það tekur enga stund að útbúa hana og er svo dásamlega falleg á borði. Innblásturinn fyrir bökuna kemur frá ítalska sígilda forréttinum caprese salati þar sem ferskum mozzarella, tómatsneiðum og ferskri basiliku er raðað saman og mynda þannig ítölsku fánalitina.
| tilbúið smjördeig | |
| egg | |
| basil pestó | |
| ferskar mozzarella kúlur | |
| • | Goðdala Feykir |
| furuhnetaðar, ristaðar | |
| • | sjávarsalt í flögum |
| • | fersk basilíka |
Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal