Ostaplattar eru sérlega fallegir á veisluborðið og hægt að setja á þá allt sem hugurinn girnist. Hér raða ég saman úrvali af hvers kyns gæða ostum frá MS ásamt ýmsu góðgæti sem rekja má ættir sínar til Ítalíu. Gott er að hafa í huga að raða saman nokkrum ólíkum tegundum osta, nokkrar tegundir af kjötáleggi ásamt því að setja eitthvað ferskt og litríkt með.
| • | Dala hringur |
| • | Dala Camembert |
| • | Óðals Búri |
| • | Goðdala Grettir |
| • | Goðdala Feykir |
| • | Villisveppaostur |
| • | Hvítlauksostur |
| • | Mexíkóostur |
| • | Gullostur |
| rauð vínber | |
| fersk jarðarber | |
| svartar og grænar ólífur | |
| rautt og grænt pestó | |
| kryddpylsa í rúllu og salami í sneiðum | |
| sólþurrkaðir tómatar | |
| sulta | |
| ætiþistlar í kryddolíu | |
| pekanhnetur | |
| grissini brauðstangir | |
| parmesan ostastangir | |
| fersk basilíka og fersk steinselja |
Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal