Menu
Límónu ostakaka - Ketó

Límónu ostakaka - Ketó

Dásamleg og frískandi ostakaka sem fellur vel að lágkolvetnalífsstílnum og Ketó fæði.

Innihald

1 skammtar

Botn:

smjör
möndlumjöl
Smá klípa sjávarsalt
kanill
sukrin gold sætuefni

Fylling:

hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
mascarpone ostur
rjómi frá Gott í matinn
Börkur og safi úr einni límónu
vanilluduft eða vanilluextract
sukrin melis sætuefni eða annað sætuefni

Skref1

 • Við byrjum á botninum.
 • Bræðið smjörið í potti, hafið hitann á og bætið möndlumjölinu út í og hrærið vel saman.
 • Ristið möndlumjölið aðeins í pottinum með smjörinu eða í 2-3 mínútur og hrærið vel í á meðan. Þetta gefur möndlumjölinu mjög gott bragð.
 • Bætið salti, kanil og sætuefni saman við og takið af hitanum.
 • Þjappið í lausbotna smelluform og aðeins upp á hliðarnar.
 • Kælið í frysti eða ísskáp á meðan fyllingin er gerð.

Skref2

 • Svo er það fyllingin.
 • Pískið saman rjómaost og mascarpone þar til mjúkt og kekkjalaust.
 • Hellið rjómanum saman við ásamt berkinum, límónusafanum og vanillu og þeytið áfram með handþeytara eða í hrærivél þar til mjúkir toppar hafa myndast og blandan líkist þeyttum rjóma.
 • Hellið fyllingunni í botninn og kælið í 2-3 klst. eða yfir nótt.
 • Kakan frystist líka mjög vel og gott að taka hana úr frysti um það bil 1 klst. áður en hún er borin fram.
 • Skreytið með þeyttum rjóma og þunnum límónusneiðum.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir