Þessi dressing er svo einföld, fljótleg og bragðgóð. Passar nánast með öllu en er einstaklega góð inn í vefjur með grænmeti og kjúklingi. Hentar mjög vel sem hádegismatur eða kvöldmatur.
Ég hef einnig notað þessa sósu á pastasalat, út á salat, með grillkjöti og ofan á hrökkbrauðið með kotasælunni. Eins og þið sjáið þá eru möguleikarnir margir.
sýrður rjómi 10% (ein dós) | |
hvítlauksrif | |
• | safi úr einni límónu |
hunang (10 g) | |
• | smá salt og pipar |
Höfundur: Helga Magga