Menu
Límónu dressing

Límónu dressing

Þessi dressing er svo einföld, fljótleg og bragðgóð. Passar nánast með öllu en er einstaklega góð inn í vefjur með grænmeti og kjúklingi. Hentar mjög vel sem hádegismatur eða kvöldmatur.

Ég hef einnig notað þessa sósu á pastasalat, út á salat, með grillkjöti og ofan á hrökkbrauðið með kotasælunni. Eins og þið sjáið þá eru möguleikarnir margir.

Innihald

1 skammtar
sýrður rjómi 10% (ein dós)
hvítlauksrif
safi úr einni límónu
hunang (10 g)
smá salt og pipar

Aðferð

  • Innihaldsefnunum er blandað saman í skál.
  • Mér finnst sósan betri ef hún fær að taka sig í um 2 klst. áður en hún er notuð, þá nærðu fram meira bragði af hvítlauknum, en það er líka í góðu lagi að bera hana strax fram.
  • Þú velur þér svo þínar uppáhalds vefjur, fyllir þær með grænmeti og kjúklingi ásamt lime dressingunni.

Næringargildi

  • Fyrir þau sem að telja macros fylgir skráning næringargilda með.
  • Næring í 100 g: Kolvetni: 8,9 g - Prótein: 3,4 g - Fita: 8,6 g - Trefjar: 0,1 g.
  • Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Límónu dressing.
Næringargildi

Höfundur: Helga Magga