Menu
Limoncello tiramisu

Limoncello tiramisu

Ég óskaði eftir sumar uppskriftum frá fylgjendum mínum um daginn og fékk fullt, fullt af skemmtilegum sendar! Ég skráði þetta niður og ætla að gera mitt besta til að uppfylla einhverjar af þessum óskum og hér kemur ein! Limoncello Tiramisu er sannarlega sumarlegur eftirréttur og ekkert í líkingu við klassískt Tiramisu!
Uppskriftin dugar í 6-8 skálar/glös eftir stærð.

Innihald

6 skammtar
sítrónu limoncello síróp (sjá uppskrift)
Lady Fingers kex (um 30 stk.)
Mascarpone ostur frá Gott í matinn
flórsykur
vanillustöng (fræin)
rjómi frá Gott í matinn (skipt í 200 og 400 ml)
Lemon Curd (3-5 msk. eftir smekk)
sítrónusneiðar og flórsykur til skrauts

Sítrónusíróp

vatn
sykur
sítróna (safi og börkur)
Limoncello (má sleppa)

Sítrónu síróp

  • Setjið vatn, sykur og sítrónusafa saman í pott ásamt hluta af sítrónuberkinum (nokkrar ræmur).
  • Hitið að suðu og lækkið síðan hitann, hrærið reglulega og þegar sykurinn er alveg bráðinn má slökkva á hellunni og hræra Limoncello saman við.
  • Næst má blandan kólna niður í stofuhita áður en þið dýfið kexunum í hana.

Limoncello tiramisu

  • Dýfið Lady Fingers í sítrónu sírópið og leyfið því aðeins að drekka það í sig, raðið því næst í botninn á glösum/skálum í einfalda röð. Stundum þarf að brjóta kexið í sundur og raða því þannig og það er allt í lagi.
  • Þeytið næst rjómann og takið 200 ml til hliðar fyrir fyllinguna, geymið hitt til skrauts.
  • Blandið Mascarpone osti, flórsykri og fræjunum úr einni vanillustöng saman í hrærivélinni og vefjið síðan þeytta rjómanum saman við með sleikju ásamt Lemon Curd.
  • Skiptið niður í glösin og sléttið aðeins úr blöndunni.
  • Sprautið þá restinni af þeytta rjómanum yfir allt saman í litlum „doppum“. Best er að nota hringlaga stút sem er um 1 cm í þvermál (eða klippa gat á sterkan poka).
  • Sigtið smá flórsykur yfir allt og skreytið með sítrónusneið.
  • Best er að leyfa þessu að standa í ísskáp í nokkrar klukkustundir/yfir nótt áður en þið njótið.
Limoncello tiramisu

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir