Menu
Lemon curd ostakaka

Lemon curd ostakaka

Ostakökur klikka aldrei og þessi hér er einstaklega sumarleg og frískandi! Það er einfalt að útbúa hana því það þarf ekki matarlím og hægt að stytta sér leið með því að kaupa tilbúið Lemon Curd. Mæli sannarlega með þessari hér fyrir næstu grillveislu eða sumarhitting. Það er líka auðvelt að útbúa hana og setja í krukku með loki til að taka með í útileguna eða ferðalagið.

Uppskriftin dugar í 6-8 skálar

Innihald

6 skammtar

Botn

hafrakex
smjör

Ostakaka

rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn, við stofuhita
sykur
vanillusykur
lemon curd (og meira til skrauts)
rjómi frá Gott í matinn, þeyttur

Skref1

  • Setjið kexið í blandara/matvinnsluvél og myljið niður þar til áferðin minnir á sand. Setjið smá til hliðar til að strá yfir í lokin.
  • Bræðið smjörið og hellið yfir kexmylsnuna, blandið saman og skiptið niður í glösin/skálarnar og leyfið að kólna á meðan þið undirbúið ostakökuna sjálfa.

Skref2

  • Þeytið saman rjómaost, sykur og vanillusykur þar til vel blandað.
  • Hrærið þá Lemon Curd rólega saman við og vefjið að lokum þeytta rjómanum saman við allt.

Skref3

  • Setjið í sprautupoka og skiptið niður í glösin/skálarnar.
  • Toppið með smá Lemon Curd og kexmylsnu.
  • Kælið þar til bera á fram.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir