Menu
Laxasalat með kaldri karrísósu

Laxasalat með kaldri karrísósu

Fiskréttur sem er hægt að töfra fram einn, tveir og bingó - prótein, kolvetni og fita. Allt í einni pönnu. 

Innihald

4 skammtar
meðalstórar kartöflur, skornar í teninga
beinlaus og roðflettur lax, skorinn í bita
ólífuolía
sítrónusafi
hvítlauksrif, marin
dijon sinnep
ítölsk steinselja, fínsöxuð
sjávarsalt og svartur pipar
sítróna, skorin í þunnar sneiðar
fetakubbur frá Gott í matinn, mulinn
sólþurrkaðir tómatar, skornir í strimla
klettasalat eftir smekk
ítölsk steinselja, söxuð, eftir smekk (má sleppa)

Köld karrísósa:

karrí
sjóðandi vatn
majónes
sýrður rjómi frá Gott í matinn
litlar sýrðar gúrkur, fínsaxaðar
hvítlauksrif, marið
sjávarsalt og svartur pipar
hunang, eftir smekk

Skref1

 • Stillið ofninn á 225°.
 • Setjið kartöfluteningana í ágætlega stórt eldfast fat.
 • Hellið ½ msk. af ólífuolíu yfir.
 • Saltið aðeins og piprið.
 • Steikið í ofni í 20 mínútur.

Skref2

 • Hrærið saman 2 msk. af ólífuolíu, sítrónusafa, hvítlauk, sinnepi og steinselju.
 • Saltið og piprið.
 • Hellið þessu síðan yfir laxabitana.
 • Dreifið bitunum yfir kartöflurnar ásamt sítrónusneiðunum og látið aftur inn í ofn í 10 mínútur.
 • Að því loknu sáldrið þá sólþurrkuðum tómötum, fetaosti, klettasalati og ítalskri steinselju yfir.
 • Berið strax fram með eða án kaldrar karrísósu.

Skref3

 • Þá er það karrísósan.
 • Hellið sjóðandi vatni yfir karríið og látið standa í 15 mínútur.
 • Hrærið því svo saman við næstu fjögur hráefni.
 • Smakkið til með salti, pipar og hunangi.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir