Menu
Laxabitar undir blómkálsostaþaki

Laxabitar undir blómkálsostaþaki

Frábær fiskréttur á köldum haust- og vetrardögum en að sjálfsögðu má njóta hans allan ársins hring. Þessi réttur gleður bæði börn og fullorðna!

Innihald

4 skammtar
blómkál, bara blómhnapparnir
rifinn parmesanostur
rifinn Mozzarellaostur frá Gott í matinn
púrrulaukur, skorinn í strimla
ólífuolía
lax, án roðs, skorinn í 3 cm bita
sjávarsalt og svartur pipar
rjómi frá Gott í matinn
ferskt saxað dill eftir smekk, til skrauts (má sleppa)

Skref1

 • Sjóðið blómkálið þar til meyrt.
 • Stillið ofninn á 220°.
 • Maukið blómkálið með töfrasprota eða setjið í matvinnsluvél.
 • Setjið parmesanostinn og helminginn af mozzarellaostinum saman við og hrærið saman.
 • Saltið örlítið og piprið.

Skref2

 • Takið fram eldfast form og raðið púrrulauksneiðunum þar á.
 • Dreipið ólífuolíunni yfir laukinn.
 • Saltið og piprið laxabitana og raðið þeim síðan ofan á laukinn.
 • Hellið rjómanum yfir.
 • Dreifið blómkálsmaukinu þar ofan á og toppið síðan með restinni af rifna mozzarellaostinum.
Skref 2

Skref3

 • Bakið í 20 mínútur.
 • Látið standa í 10 mínútur áður en borið fram.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir