Menu
Lax með sykurbaunum og salati með franskri dressingu

Lax með sykurbaunum og salati með franskri dressingu

Gott er að bera laxinn fram með sítrónu hollandaise sósu.

Innihald

4 skammtar

Lax:

Laxaflag skorið í 6 jafnstóra bita
Sítrónuolía
Sítrónusneiðar
Salt og pipar

Salat:

Íslenskt salat
Rauð paprika
Tómatur
Agúrka
Hnúðkálshaus
Handfylli Graskersfræ

Frönsk salatdressing:

Jómfrúarolía
Balsamikedik
Dijon sinnep
Hlynsíróp
Hvítlauksrif
Salt og pipar

Lax:

 • Smyrjið með jómfrúarolíu, saltið og piprið.
 • Steikið á heitri pönnu upp úr smjöri í þrjár mínútur með roðið niður.
 • Raðið á eldfast mót og leggið nokkrar sítrónusneiðar ofan á.
 • Bakið í ofni í 15-20 mínútur við 180 gráður.
 • Færið yfir á disk og berið fram.
Lax:

Sykurbaunir:

 • Skerið lauk og hvítlauk smátt og steikið upp úr smjöri áður en baununum er bætt saman við.
 • Steikið í nokkrar mínútur og setjið í skál.
 • Saltið og piprið.
Sykurbaunir:

Salat:

 • Raðið salati á disk og raðið skornu grænmeti ofan á.
 • Ristið graskersfræin á þurri pönnu og sáldrið yfir salatið.
 • Blandið saman í franska salatdressingu og dreifið yfir salatið.
Salat:

Höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson