Menu
Lax með sítrónusósu

Lax með sítrónusósu

Góður lax stendur alltaf fyrir sínu enda stútfullur af mikilvægum næringarefnum. Þessi uppskrift er allt í senn einföld, fljótleg og góð!

Innihald

4 skammtar

Lax:

laxaflök
Salt og pipar
Ólífuolía
Fersk steinselja

Sítrónusósa

laukur, mjög fínt saxaður
Safi úr einni sítrónu
hvítvín
rjómi frá Gott í matinn
smjör (við stofuhita)
Salt eftir smekk

Annað meðlæti:

Bakaðar kartöflur með smjöri og salti
Ferskt salat að eigin vali. Til dæmis: klettasalat, mangó, avókadó, kasjúhnetur og Dala Feta)
Ferskar sítrónusneiðar

Skref1

  • Skerið laxinn í hæfilega stóra bita og raðið í eldfast mót.
  • Penslið með olíu og kryddið með salti og pipar.
  • Bakið við um 215°C í 10-15 mínútur (fer eftir þykkt flakanna).
  • Stráið ferskri steinselju yfir laxinn þegar hann kemur úr ofninum.

Skref2

  • Á meðan laxinn er í ofninum er sósan útbúin.
  • Setjið lauk, sítrónusafa og hvítvín saman í pott og sjóðið niður í 8-12 mínútur eða þar til sósan fer að þykkna.
  • Hrærið rjómanum saman við og náið upp suðu að nýju.
  • Takið pottinn þá af hellunni og hrærið smjörinu varlega saman við þar til það hefur bráðnað (lítinn hluta í einu).
  • Kryddið til með salti eftir smekk og haldið heitu á lágum hita þar til bera á fram.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir