Menu
Lax með gratíneruðu blómkáli

Lax með gratíneruðu blómkáli

Léttur og einfaldur fiskréttur þar sem blómkálið leikur aðalhlutverkið. Svo má líka sleppa laxinum og bera blómkálið fram eitt sér eða sem meðlæti með öðrum mat.

Innihald

4 skammtar
Blómkálshaus
Salt og pipar
Smjör
Möndluflögur
Gratínostur frá Gott í matinn
Grísk jógúrt frá Gott í matinn
Epli í sneiðum
Appelsína í sneiðum
Rifinn börkur af sítrónu
Laxaflak (roðflett og beinhreinsað)

Skref1

  • Snöggsjóðið blómkálið í söltu vatni í 10 mínútur, setjið í eldfast mót með smjörteningum og kryddið til með salti og pipar.
  • Stráið möndluflögum og gratínosti yfir blómkálið og bakið í 180°C heitum ofni í 15 mínútur.

Skref2

  • Skerið laxinn í jafnar sneiðar, saltið og piprið og steikið upp úr smjöri í 3 mínútur á hvorri hlið.

Skref3

  • Hellið grískri jógúrt yfir blómkálið og raðið eplaskífum og appelsínubitum yfir til skrauts.
  • Berið fram með grískri jógúrt, eplaskífum og appelsínubitum.

Höfundur: Sævar Lárusson