Menu
Laukvefjur með ostafyllingu

Laukvefjur með ostafyllingu

Öðruvísi grænmetisréttur sem þar sem laukur og ostakubbur (fetakubbur) eru í aðalhlutverkum. Fyrir þá sem vilja kjöt smakkast vefjurnar líka vel með nautakjöti og kjúkling.

Innihald

6 skammtar

Laukvefjur

miðlungsstórir laukar
egg
Gram hveiti (kjúklingabaunamjöl) eða venjulegt hveiti
svartur pipar og örlítið salt

Fetafylling:

ostakubbur, mulinn
kapers, létt saxað
tómatar, fræhreinsaðir og smátt skornir (2-3 stk.)
gróft heilkornasinnep
saxaður graslaukur eða steinselja
nýmalaður svartur pipar

Skref1

  • Til að búa til laukvefjurnar þarf fyrst að afhýða slatta lauk og sneiða þunnt eða nota matvinnsluvél.
  • Aðalatriði er að mýkja og léttbrúna laukinn töluvert og best er að gera það í tveimur skömmtum og gera ráð fyrir allavega 15-20 mínutur í verkið þar sem laukurinn er mýktur á lágum hita og passa að hræra reglulega í.
  • Þegar laukurinn er gullinbrúnn og búinn að kólna þá er bara að hræra útí pískuðum eggjum og 100 g af gram hveiti (eða venjulegu).
  • Látið eggjablönduna standa í 5-10 mínutur og svo er byrjað að setja þunnt lag af blöndunni á pönnu og steikja eins og pönnukökur.

Skref2

  • Gott er að setja laukvefjurnar á smjörpappir og rúlla þeim upp á meðan þær eru enn volgar og láta þær kólna á þennan hátt.
  • Þær brotna þá síður þegar fyllingin er sett í þær og þeim rúllað upp.

Skref3

  • Hráefni í fetafyllinguna sett í skál og hrært saman.
  • Gott er að bera laukvefjurnar fram með tómatsúpu, bökuðum papríkum, gúrkustöngum, fersku salat og tabasco eða góðri chilli sósu.

Höfundur: Eirný Sigurðardóttir