Menu
Latte með Nutella

Latte með Nutella

Nutella aðdáendur ættu svo sannarlega ekki að láta þessa dásemd framhjá sér fara. Þeir allra hörðustu ættu klárlega að skella í Nutella smákökur í leiðinni og taka súkkulaðigleðina alla leið!

Innihald

1 skammtar
góður espressóbolli eða kaffibolli úr nýrri uppáhellingu
Nutella (1-2 tsk.)
flóuð nýmjólk frá MS
kakó til skrauts

Skref1

  • Hellið upp á kaffi.
  • Setjið Nutella saman við kaffið og hrærið þar til súkkulaðið leysist upp.
  • Hellið flóaðri mjólk saman við.
  • Sigtið smá kakó yfir til skrauts.
  • Drekkið strax.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir