Menu
Latte með hvítu súkkulaði og rjóma

Latte með hvítu súkkulaði og rjóma

Sannkallaður sælkerabolli sem er best að njóta í góðum félagsskap.

Innihald

4 skammtar
nýmjólk frá MS
hvítt súkkulaði
sterkt kaffi
vanilludropar

Toppur

rjómi frá Gott í matinn, þeyttur
kanill

Skref1

  • Setjið mjólk, hvítt súkkulaði og vanilludropa saman í pott og hitið yfir meðalháum hita.
  • Hrærið stanslaust þar til hvíta súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg.
  • Hitið þar til suðan er alveg að koma upp en látið súkkulaðiblönduna ekki sjóða.

Skref2

  • Takið pottinn af hellunni og hellið sterku kaffi saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Hellið kaffiblöndunni ofan í glas eða bolla.
  • Þeytið rjóma og sprautið honum ofan á ásamt smá kanil.
  • Uppskriftin dugar í 2-4 skammta, en það fer eftir stærð bolla eða glasa sem notuð eru.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir