Menu
Lambalæri Shawarma með jógúrt tahini sósu og dúnmjúku flatbrauði

Lambalæri Shawarma með jógúrt tahini sósu og dúnmjúku flatbrauði

Að þessu sinni deili ég með ykkur uppskrift sem hefur slegið í gegn hjá mér í sumar. Ekki láta langan innihaldslista og nokkur aukaskref hræða ykkur, hráefnin ættu öll að fást í næstu verslun og aðferðin er einföld en útkoman stórkostleg!

Ekta matarborðs matur sem þið ættuð ekki að láta framhjá ykkur fara.

Innihald

6 skammtar

Lambalæri Shawarma:

lambalæri
lítill laukur
hvítlauksrif
olía
grísk jógúrt frá Gott í matinn
sambal oelek chillimauk
garam masala kryddblanda
cumin duft
svartur pipar
engiferduft
kanill
Væn klípa flögusalt

Flatbrauð:

grísk jógúrt frá Gott í matinn
volg mjólk
olía
hveiti (og meira til að hnoða deigið)
lyftiduft
matarsódi
sjávarsalt

Jógúrt tahini sósa:

grísk jógúrt frá Gott í matinn
tahini sesammauk
krukka grilluð paprika (ekki vökvinn)
ristaðar valhnetur
sítrónusafi
cumin duft
Chilliflögur eftir smekk
Salt og pipar

Pikklaður rauðlaukur:

rauðlaukar skornir í þunnar sneiðar
hvítvínsedik
vatn
sjávarsalt
sykur eða önnur sæta

Meðlæti:

Fersk mynta
Ostakubbur (Fetakubbur) Frá Gott í matinn

Lambalæri Shawarma

  • Þerrið kjötið og skerið í það nokkrar rifur með hníf og leggið í eldfast mót.
  • Setjið allt innihaldið í marineringuna í matvinnsluvél, blandara eða maukið saman með töfrasprota og hellið yfir kjötið.
  • Leyfið að marinerast í amk. 4-6 tíma. Best er að marinera kjötið daginn áður.
  • Bakið lærið í ofni við 120 gráður þar til kjarnhiti er um 60 gráður, takið kjötið þá út og hækkið ofninn í 220 gráður.
  • Setjið lærið inn og leyfið að brúnast vel í nokkrar mínútur.
  • Takið úr ofninum, látið hvíla í 20 mínútur.
  • Sneiðið svo þunnt niður.

Flatbrauð

  • Hrærið saman jógúrt, mjólk og olíu.
  • Bætið þurrefnunum út í og blandið vel saman með sleif.
  • Hnoðið svo vel saman með höndunum og mótið kúlu úr deiginu, bætið smá hveiti saman við ef deigið er mjög klístrað.
  • Setjið í skál undir plastfilmu og leyfið að hvíla í 20 mínútur.
  • Skiptið deiginu í fjóra jafna búta, fletjið hvern bút vel út í ílanga þunna köku.
  • Hitið pönnu vel á háum hita og penslið pönnuna með þunnu lagi af olíu áður en hvert brauð er sett á.
  • Steikið brauðið þar til loftbólur myndast, snúið þá við og steikið í ca. 20-30 sekúndur á hinni hliðinni.
  • Setjið brauðin í stafla undir hreint viskastykki og geymið þannig þar til þau eru borin fram.
  • Best er að baka brauðin rétt áður en á að borða.

Jógúrt tahini sósa með valhnetum og grillaðri papriku

  • Setjið allt í matvinnsluvél og smakkið til með salti, pipar og sítrónusafa.

Pikklaður rauðlaukur

  • Setjið rauðlaukinn í krukku eða skál.
  • Hitið saman edik í potti, vatn, salt og sætu þar til hitnar vel og hellið yfir laukinn.
  • Lokið og látið standa í ísskáp í 1-2 klst, geymist í ísskáp í tvær vikur.
Pikklaður rauðlaukur

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir