Menu
Kúskússalat með ostakubbi og sítrussósu

Kúskússalat með ostakubbi og sítrussósu

Þetta létta og bragðgóða kúskússalat passar frábærlega með fiski og öllum grillmat.

Innihald

1 skammtar

Kúskússalat með fetaosti:

kúskús
sjóðandi vatn
ögn af grænmetiskrafts teningi
handfylli af saxaðri steinselju
handfylli af söxuðu kóríander
ristaðar furuhnetur
Ostakubbur frá Gott í matinn

Sítrussósa:

ólífuolía
hvítvínsedik
sítrónusafi
fínsöxuð niðursoðin sítróna
salt og svartur pipar
hunang

Skref1

  • Byrjið á að útbúa salatsósuna.
  • Pískið saman fyrstu fjórum hráefnunum.
  • Smakkið til með hunangi, salti og pipar.

Skref2

  • Setjið kúskús í skál og bætið smá grænmetiskrafti saman við.
  • Hellið sjóðandi vatni yfir og hyljið síðan skálina með loki eða álpappír í 5 mínútur.
  • Hrærið svo í með gaffli.
  • Hellið sítrussósunni saman við og blandið vel saman.
  • Blandið furuhnetum, kryddjurtum og myljið ostakubbin (áður fetakubb) saman við.
  • Saltið og piprið ef þurfa þykir.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir