Menu
Kúskússalat með fetaosti, ofnbökuðum sætum kartöflum og jógúrtsósu

Kúskússalat með fetaosti, ofnbökuðum sætum kartöflum og jógúrtsósu

1. Stillið ofninn á 200°C.

2. Takið fram eldfast mót og setjið kartöfluteninga í mótið. Hellið ólífuolíu og kryddinu, appelsínusafa og hlynsírópi yfir. Blandið öllu vel saman. Saltið örlítið. Bakið í u.þ.b. 30-40 mínútur eða þar til kartöflurnar eru tilbúnar.

3. Hrærið öllu saman sem á að fara í sósuna og smakkið til með hunangi og sjávarsalti.

4. Látið kúskúsið í skál og sjóðið appelsínusafann eða vatnið og hellið yfir. Þekið með álpappír og látið standa í 5 mínútur. Hrærið í með gaffli. Blandið síðan saman við kartöflurnar og vökvann sem kemur af þeim.

5. Setjið baunirnar í sigti og hellið sjóðandi vatni yfir þær.

6. Raðið spínati á stórt fat eða á fjóra diska. Setjið kartöflurnar þar ofan á, síðan

kjúklingabaunir, lauk, trönuber, hnetur eða fræ og kóríander. Toppið með muldum Dala fetaosti. Berið fram með jógúrtsósunni.

Innihald

1 skammtar

Salat:

mjög stór sæt kartafla, skorin í smáa teninga
ólífuolía
kóríanderfræ
appelsínusafi
kanill
hlynsíróp
rauðar chiliflögur (má sleppa)
sjávarsalt
gróft kúskús og 1 ½ dl appelsínusafi eða sama magn af soðnu vatni
dós niðursoðnar kjúklingabaunir
þurrkuð trönuber eða rúsínur
Ferskt spínat eftir smekk
lítill rauðlaukur, skorinn í þunnar ræmur
Handfylli af fersku kóríander, gróft saxað
Handfylli af möndluflögum, pekanhnetum eða graskersfræjum, ristað
fetakubbur frá Gott í matinn, mulinn

Jógúrtsósa:

hrein jógúrt frá Gott í matinn
tahini
sítrónubörkur, fínrifinn
hvítlauksrif, marið
sinnepsduft
Hunang, eftir smekk
Sjávarsalt, eftir smekk

Höfundur: Erna Sverrisdóttir