Menu
Kúrbítslasagne með kotasælu og heimagerðri tómatsósu

Kúrbítslasagne með kotasælu og heimagerðri tómatsósu

Frábært grænmetislasagne þar sem kúrbítur kemur í staðinn fyrir hefðbundnar pastaplötur.
Uppskriftin dugar fyrir 4-6.

Innihald

1 skammtar

Tómatsósa

ólífuolía
hvítlauksrif, skorið í sneiðar
rauðar piparflögur á hnífsoddi
fersk basilikumlauf
maukaðir tómatar
sjávarsalt

Lasagne

kúrbítar, skornir í tvennt og síðan langsum í þunnar sneiðar
ólífuolía
oregano
timjan
sjávarsalt
svartur pipar
kotasæla eða 1 ½ stór dós kotasæla
egg
fersk basilíka, söxuð
spínat, saxað
17% ostur, rifinn og meira til að sáldra yfir
rauðar piparflögur
örlítið sjávarsalt og svartur pipar
ristaðar furuhnetur

Skref1

 • Byrið á að útbúa tómatsósuna.
 • Hitið olíu í pott og setjið hvítlauk, rauðar piparflögur og basilíku út í.
 • Steikið þar til ilma fer.
 • Hellið tómötunum út í. Hrærið og látið malla í 15 mínútur.
 • Maukið með töfrasprota eða setjið í matvinnsluvél. Má sleppa.
 • Notið sósuna við samsetningu á réttinum.

Skref2

 • Stillið ofninn á 180°C.
 • Leggið kúrbítssneiðarnar í fat og hellið ólífuolíu yfir. Sáldrið ½ tsk. af salti og oregano og timjan yfir. Blandið varlega sama. Geymið.
 • Blandið saman í skál öðrum hráefnum. Smakkið til með salti og pipar.
 • Olíuberið eldfast mót. Setjið nokkrar matskeiðar af tómatsósunni á botninn.
 • Raðið ⅓ af kúrbítssneiðum þar ofan á. Setjið síðan ⅓ af kotasælusósunni þar yfir.
 • Endurtakið tvisvar sinnum í viðbót. Hellið síðan tómatsósunni yfir.
 • Sáldrið ostinum ofan á og bakið í 20 mínútur.
 • Sáldrið furuhnetum yfir og berið fram

Höfundur: Erna Sverrisdóttir