Menu
Kryddsíld með gráðaostarauðlaukssultu

Kryddsíld með gráðaostarauðlaukssultu

Síld er ómissandi hjá mörgum yfir hátíðarnar og þessi uppskrift er ætluð þeim hópi.

Innihald

1 skammtar

Sulta

smjör
rauðlaukur
epli skorið í teninga
hlynsíróp
rauðvín
balsamik edik
rifsberjasulta
rifinn gráðaostur
kryddsíld (5-600 g)

Skref1

  • Saxið rauðlaukinn og eplin setjið í pott ásamt smjörinu og gætið að brúna ekki.
  • Bætið í hlynsírópi rauðvíni, balsamikediki og rifsberjasultu.
  • Sjóðið við vægan hita þar til næstum allur vökvi er farinn.
  • Takið af hellunni og bætið í rifnum gráðaosti. Hrærið vel saman og kælið.

Skref2

  • Þerrið kryddsíldina og bætið í.
  • Einnig er hægt að laga síldarsnittu úr þessu.
  • Takið maltbrauð og skerið skorpuna af og skerið sneiðina í 4 bita setjið til hálfs gráðaostarauðlaukssultu og síldarbita á hinn helminginn.
  • Skreytið með graslauk.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson